Í áætlun Lánamála ríkissjóðs, sem birt var á síðasta virka degi ársins 2015,segir að lítið framboð verði af ríkisbréfum í ár. Greiningardeild Arion banka fjallar um þetta.

Útgáfa ríkisbréfa nemur 50 milljörðum króna og útgáfa ríkisvíxla 20 milljörðum króna.

Hrein útgáfa ríkisbréfa - mismunur útgáfu og uppgreiðslna - verður því neikvæð um 20 milljarða á árinu og hrein útgáfa ríkisvíxla neikvæð um 9 milljarða.

Hrein útgáfa fer því lækkandi milli ára. Árið 2015 nam hún 6 milljörðum króna, en 2014 nam útgáfan 25 milljörðum króna.