Bandaríski tæknirisinn IBM hefur skilað uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung. Þar kemur meðal annars fram að hagnaður fyrirtækisins hafi dregist saman um 11% frá sama tímabili í fyrra. BBC News greinir frá.

Hagnaðurinn nam að þessu sinni 5,5 milljörðum Bandaríkjadala, en það samsvarar um 728 milljörðum íslenskra króna. Þá drógust tekjur fyrirtækisins saman um 11% en þær námu nú 24,1 milljarði dala.

Ein af ástæðum fyrir samdrætti í afkomu fyrirtækisins er sterkur Bandaríkjadalur og breytingar á starfsemi fyrirtæksins.