*

sunnudagur, 22. júlí 2018
Erlent 3. ágúst 2017 10:39

Samdráttur í rekstri Mossack Fonseca

Mossack Fonseca hefur lokað stærstan hluta af alþjóðlegum skrifstofum félagsins vegna samdráttar í rekstri.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Mossack Fonseca í Hong Kong.
epa

Mossack Fonseca, lögfræðistofan sem er hvað best þekkt í tengslum við hin víðfrægu Panama skjöl, hefur lokað stærstum hluta af alþjóðlegum skrifstofum félagsins vegna samdráttar í rekstri. Þetta sögðu starfsmenn félagsins í samtali við AFP fréttaveituna. 

Jürgen Mossack, annar stofnenda lögfræðistofunnar, segir áður hafi stofan verið með 45 alþjóðlegar skrifstofur, en nú séu þær orðnar sex. 11,5 milljónum gagna var stolið af fyrirtækinu og í kjölfarið komst upp um einstaklinga sem nýttu sér aflandsfélög til þess að fela auð sinn. 

Þekktasta dæmið hér á landi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, en einnig kom nafn David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands fram í skjölunum sem og nöfn Lionel Messi og Jackie Chan. 

Mossack viðurkenndi einnig að orðspor lögfræðistofunnar hafi beðið hnekki í kjölfar skandalsins og að lögfræðistofan hafi þurft að reka starfsfólk.