Sala hjá gosdrykkjaframleiðandanum Coca-Cola dróst saman um 7% á þriðja ársfjórðungi. Sölutekjur fyrirtækisins námu þó 10,6 milljörðum dollara eða því sem jafngildir 1.210 milljörðum íslenskra króna. Þetta er sjötti ársfjórðungurinn í röð, þar sem að sala hjá Coca-Cola dregst saman.

Samdráttur var í sölu í Evrópu, Rómönsku Ameríku, Miðausturlöndum og Afríku en salan jókst hins vegar í Norður-Ameríku og í Asíu.

Hagnaður fyrirtækisins dróst einnig saman á ársfjórðungnum dróst saman um 28% eða 1.05 milljarða dollara. Hægt er að lesa nánar um málið í frétt breska ríkisútvarpsins BBC .