*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 14. febrúar 2017 12:42

Samdráttur á ný í Grikklandi

Gríska hagkerfið dróst óvænt saman á fjórða ársfjórðungi en hagvöxtur landsins hefur verið yfir meðalhagvexti evrusvæðisins.

Ritstjórn

Samdráttur var í gríska hagkerfinu á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og dróst verg landsframleiðsla Grikklands saman um 0,4% þvert á væntingar. Á þriðja ársfjórðungi hafði verið 0,9% hagvöxtur í landinu.

Landið er enn í viðræðum við lánadrottna sína um niðurfellingu skulda en á evrusvæðinu öllu hefur hagvöxtur verið endurmetinn niður í 0,4% hagvöxt á ársfjórðungnum.

Upphaflegt mat var að hann yrði 0,5%, en ástæðan er meðal annars vegna þess að Þýskaland hefur ekki vaxið jafn hratt og upphaflega var búist við. Hagvöxtur landsins nam þó 0,4% sem er samt betra en 0,1% hagvöxtur ársfjórðungsins á undan.

Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn mælti nýlega með því að Grikkland fengi frekari frest til að greiða himinháar skuldir landsins, en evrusvæðið sem hefur þegar gefið eftir einhverjar af skuldum landsins, vill ekki ganga lengra.

Lönd evrusvæðisins mun ræða málið á fundi sem haldinn verður 20. febrúar næstkomandi. Seðlabankastjóri landsins, Yannis Stournaras hefur varað við að nú sé þörf á skjótri úrlausn á málinu til að koma í veg fyrir samdrátt og þá upplausn og öryggisleysi sem var áberandi á fyrri hluta ársins 2015.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim