*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 17. ágúst 2017 08:14

Sameinað félag stefnir á markað

Uppi eru áform um að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ráðgert er að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem rætt er við Þóri Garðarsson, eins eigenda Gray Line. Hann telur það jákvætt að Íslendingar hér á landi og fagfjárfestar fái tækifæri til að fjárfesta í ferðaþjónustufyrirtæki og að dreifðara eignarhald í ferðaþjónustu sé til hins betra. 

Samanlögð velta félaganna tveggja í fyrra var um fimmtán milljarðar króna og er gert fyrir því að veltan verði átján milljarðar í ár. Að sögn Þóris þarf félagið að ná um tuttugu milljarða veltu til að eiga erindi á hlutabréfamarkað. Hann segir að það liggi til að félagið verði skráð á markað fyrir lok árs 2021. 

Í síðustu viku var greint frá því að Iceland Travel, sem er að fullu í eigu Icelandair Group, og Allrahanda GL ehf., sem er í eigu stofnenda fyrirtækisins auk fjárfestingafélagsins Akur. Allrahanda starfar hér á landi undir merkjum Gray Line samkvæmt leyfissamningi við Gray Line Worldwide. Í kjölfar samrunans mun Icelandair Group eiga 70% í hinu sameinaða fyrirtæki á meðan eigendur Allrahanda GL ehf. munu eiga 30%: Samruninn er háður samþykki samkeppnisyfirvalda.