*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 21. mars 2018 08:31

Sameinast um framboð í Garðabæ

Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn sameinast um eitt framboð í Garðabæ í kosningunum í vor.

Ritstjórn
Halldór Jörgenson er annar fulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.
Aðsend mynd

Á morgun fimmtudag verður sameiginlegur listi fimm stjórnmálaflokka auk óháðra kynntur á fundi í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ. Að framboðinu standa Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstir græn og óháðir.

Í Garðabæ er Sjálfstæðisflokkurinn með 7 af 11 bæjarfulltrúum, en Björt framtíð er með 2, Samfylkingin 1 og Listi fólksins í bænum 1. Halldór Jörgensson og Guðrún Elín Herbertsdóttir voru kjörin í bæjarstjórn fyrir Bjarta framtíð í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Steinþór Einarsson fyrir Samfylkinguna.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur María Grétarsdóttir, oddviti Lista fólksins í bænum, sem fram fór undir listabókstafnum M í síðustu sveitarstjórnarkosningum, gengið til liðs við Miðflokkinn.

Mun hún því áfram leiða M listann í bænum, þó undir öðrum formerkjum. Þannig er ljóst að kjósendur í Garðabæ hafa um þrjá valkosti að minnsta kosti að ræða í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim