Píratar eru með mest fylgi allra flokka á Íslandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina. Fylgi Pírata eykst um tæpt prósentustig frá fyrri könnun sem lauk 24. júní s.l.

Næststærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn með 23,8% fylgi (23,3% í síðustu könnun) en á eftir honum koma Vinstri grænir með 12% fylgi samanborið við 10,5% fylgi í síðustu könnun.

Athygli vekur að fylgi Samfylkingarinnar dregst saman á milli mælinga en það fer úr 11,6% í 9,3% og hefur samkvæmt MMR aldrei mælst lægra.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 30,4% en mældist 31,9% í síðustu mælingu. Könnunin var framkvæmd dagana 24. til 30. júní 2015 og var heildarfjöldi svarenda 981 einstaklingar, 18 ára og eldri.