Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið.

Samfylkingin er ekki lengur stærsti flokkurinn í borginni samkvæmt könnuninni en flokkurinn hefur tapað verulegu fylgi frá borgarstjórnarkosningunum vorið 2014.

Einnig eru miklar fylgisveiflur hjá mörgum flokkanna frá könnun sem var gerð í desember 2014. Til að mynda sveiflast fylgi eins af flokkunum um 16,9% milli kannana og fylgi annars sveiflast um 9,6% milli kannanna.

Niðurstöður könnunarinnar birtast í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.