*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 2. maí 2018 10:45

Samfylkingin næst stærst með 18%

Sjálfstæðisflokkurinn mælist í kjörfylgi með fjórðung atkvæða, en Samfylkingin um 4% stærri en Vinstri græn.

Ritstjórn

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna ef kosið væri til alþingis samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin mælist næst stærst eða með 18%, en um fjórðungur mun kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Næst á eftir þeim tveim koma Vinstri græn með 14% og Píratar með 11%.

Loks eru tæplega 10% sem styðja Framsóknarflokkinn, næstum 8% sem styðja Miðflokkinn og Viðreisn, og ríflega 4% Flokk fólksins. Af rúmlega 2% sem myndu kjósa aðra flokka en þá sem nú sitja á alþingi nefnir um helmingurinn Bjarta framtíð.

Tæplega 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og rösklega 7% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Frá því fyrir mánuði síðan hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað um 2 prósentustig en núna mælist hann 58%.

Hér má sjá fylgi flokkanna:

 • Sjálfstæðisflokkurinn - 25,3%, sem er sama og hann fékk í síðustu kosningum
 • Samfylkingin - 17,7%, fékk 12,1% í kosningunum
 • Vinstri græn - 14,1%, fékk 16,9% í kosningunum
 • Píratar - 11,0%, fékk 9,2%
 • Framsóknarflokkurinn - 9,6%, fékk 10,7%
 • Miðflokkurinn - 7,9%, fékk 10,9%
 • Viðreisn - 7,7%, fékk 6,7%
 • Flokkur fólksins - 4,2%, fékk 6,9%
 • Aðrir flokkar/framboð - 2,3%
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim