*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 18. apríl 2012 10:00

Samherji hf. og Fisk Seafood leggja hlutafé í Olís

Hlutafé Olís var í febrúar lækkað um 75% og hækkað aftur um sama hlutfall. Samþykkis er beðið frá Samkeppniseftirlitinu svo unnt sé að greiða nýtt hlutafé inn í félagið.

Ritstjórn
vb.is

Í febrúar síðastliðnum var hlutafé í Olís lækkað um 75% og hækkað samstundis aftur um sama hlutfall. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækjaskrá vegna þessa kom fram að hlutafjárlækkunin hefði verið framkvæmd til jöfnunar taps. Eftir hana var hlutafé Olís 167,5 milljónir króna á nafnvirði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fyrir þessar breytingar átti FAD 1830, eignarhaldsfélag Gísla Baldur Garðarssonar og Einars Benediktssonar, allt hlutafé í félaginu. Eftir breytingar á félagið um 25% hlutafjár Olís. Breytingar á hlutafénu eru niðurstaða fjárhagslegrar endurskipulagningar Olís. Líkt og fram kom í frétt Viðskiptablaðsins í febrúar gerðu þeir Gísli Baldur og Einar samkomulag við Landsbankann, sem sér um endurskipulagninguna, sem meðal annars fól í sér að þeir myndu afla félaginu viðbótar hlutafjár. Einnig var samið um aðkomu nýrra hluthafa í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. 

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir jól eru það meðal annars Samherji hf. og Fisk Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem leggja til nýtt hlutafé. Fyrirtækin hafa lagt fé inn í viðskiptabanka Olís. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Einar Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutfé verði ekki greitt inn fyrr en samþykki fæst frá Samkeppniseftirlitinu. Búist er við að sú ákvörðun muni liggja fyrir um miðjan júní næstkomandi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim