*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 8. október 2012 12:01

Samherji og FISK Seafood eiga 75% í Olís

Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku þau skilyrði sem fylgja kaupunum á Olís.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samherji og FISK Seafood eiga saman 75% hlut í Olís en kaupin voru samþykkt hjá Samkeppniseftirlitinu sem birti málið í síðustu viku. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fyrrum eigendur Olís, Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga 25% í gegnum félag sitt FAD 1830 ehf.

Samkeppniseftirlitið setti ýmis skilyrði fyrir kaupunum en aðilar frá Samherja og Fisk mega ekki, á sama tíma, sitja í stjórn Olís.

Stikkorð: Olís Samherji Fisk Seafood