Samherji hefur eignast 5,1% hlut í Högum vegna samruna Haga og Olís. Að auki hefur sjávarútvegsfélagið gert framvirka samninga um kaup 4,12% hlutar í smásölusamstæðunni til viðbótar. Samanlögð eign Samherja í Högum þegar til nýtingar samninganna kemur verður því 9,22%.

Hlutina í Högum fær Samherji í skiptum fyrir eignarhlut sinn í Olís og fasteignafélaginu DGV ehf, sem Hagar hafa nú keypt, en Samkeppniseftirlitið heimilaði kaupin formlega í gær, eftir að hafa undirritað sátt við Haga um málið þann 11. september síðastliðinn.