Samherji hf. sem er nú orðinn einn stærsti eigandi Haga með 9,22% hlut sendi í dag bréf til stjórnar Haga þar sem óskað er eftir því að stjórn félagsins boði hluthafafundar þar sem stjórnarkjör er sett á dagskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til kaupahallarinnar.

Við samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV ehf, varð Samherji einn af stærstu hluthöfum fyrirtækisins. Hlutina í Högum fékk Samherji í skiptum fyrir eignarhlut sinn í Olís og fasteignafélaginu DGV ehf.

Í 85. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og 3. mgr. 12. gr. samþykkta Haga kemur fram að boða skuli til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina fundarefni. Samkvæmt sömu greinum hefur stjórn 14 daga til að senda út fundarboð.

Með vísan í samþykktir félagsins mun stjórn undirbúa boðun hluthafafundar.