Verslunarkeðjan Samkaup hagnaðist um 222 milljónir á árinu 2015. Árið 2014 hagnaðist keðjan um 1,26 milljarð. Í fyrra voru hins vegar áhrif endurskipulagningar og aflaðrar starfsemi jákvæð um 986 milljónir á árinu 2014, en neikvæð um tæpar 20 milljónir á árinu 2015.

Framlegð af vörusölu nam 4,7 milljörðum í lok árs 2015, samanborið við 4,67 milljarða árið áður. Eignir Samkaupa námu 6,5 milljörðum í lok árs 2015, en 6,6 milljörðum árið áður.

Eigið fé keðjunnar nam 2,5 milljörðum í lok árs 2015. Handbært fé frá rekstri nam hins vegar 276,5 milljónum í lok árs 2015 samanborið við 931 milljónir í lok árs 2014.