Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk nýorka efna til samkeppni sem hefur það að markmiði að auka áhuga á umhverfisvænum lausnum og nýsköpun í tengslum við orkunotkun, skipatækni, veiðarfæri og annan tækni- og hugbúnað um borð í skipum.

Takmarkið er að draga úr umhverfisáhrifum skipaútgerðar. Frestur til að skila inn hugmyndum í samkeppnina um vistvænni skip rennur út 1. september nk.

Samkeppnin nær yfir allar hugmyndir sem miða að því að draga úr orkunotkun skipa eða því að auka hlut annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis,“ segir í frétt frá Sjávarklasanum sem má lesa hér .