Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármanssonar, reyndi að kaupa Skakkaturn ehf., umboðsaðila Apple á Íslandi, fyrr á þessu ári. Samrunaáætlun var í kjölfarið lögð fyrir Samkeppniseftirlitið sem gaf í kjölfarið út ákvörðun um að ekki væri ástæða til að aðhafast vegna samrunans.

Viðskiptablaðið greindi frá því í morgun að Bjarni Ármannsson hefði sýnt félaginu áhuga og samningar milli aðila hefðu verið langt komnir. Samningarnir hefðu hins vegar strandað á því að Apple í Bandaríkjunum hefði sett sig upp á móti því að Bjarni keypti. Bjarni Ármannsson hefur ekki viljað tjá sig um málið í samtölum við Viðskiptablaðið.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins stangast hins vegar á við orð Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra og annars eigenda Skakkaturns, en hann sagði í samtali við Viðskiptablaðið að nafni hans hefði ekki reynt að kaupa fyrirtækið.

Ekki náðist í Bjarna Ákason við vinnslu þessarar fréttar.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.