*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 7. nóvember 2016 11:38

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Árvakurs

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Árvakurs á Eddu-útgáfu og á útvarpsrekstri K100 og Retro 895.

Ritstjórn
Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri Morgunblaðsins.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Árvakurs á Eddu-útgáfu og útvarpsrekstri K100 og Retro 895. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (útvarpsrekstur, Edda).

Kaupin voru tilkynnt fyrir um mánuði. Niðurstaða eftirlitsins er að engar vísbendingar séu um að kaup Árvakurs á Eddu útgáfu eða á útvarpsrekstri K100 og Retro 895, að engar vísbendingar hafi í för með sér að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á mörkuðum raskist með umtalsverðum hætti þannig að þörf sé á íhlutun.

Eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins mun fyrirtækið taka yfir útgáfu á Andrés Andarblöðunum, myndasögubókunum Syrpu ásamt áskriftarklúbbunum Disney kríli og Disney-klúbbnum. Kaupverðið er trúnaðarmál.