*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 10. febrúar 2013 14:35

Sammála um of háan virðisaukaskatt - myndir

Frummælendur á fundi FVH voru sammála um að skattar á fyrirtæki væru íþyngjandi.

Ritstjórn
Fundur FVH var vel sóttur.
Haraldur Guðjónsson

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stóð í vikunni fyrir hádegisverðarfundi þar sem fjallað var um skattbyrði á Íslandi. „Er skattbyrðin að sliga fyrirtækin?“ var spurningin sem leitast var við að svara á fundinum.

Frummælendur á fundinum komu úr ýmsum áttum og voru fjarri því að vera sammála um hversu íþyngjandi skattar væru á íslensk fyrirtæki í dag. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, sagðist til dæmis þeirrar skoðunar að gjaldtaka sem sneri að fyrirtækjum þyrfti að vera einföld. Verslun væri sú atvinnugrein sem komið hefði verst úr hruninu.

Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar, benti á að flestar þjóðir sem Ísland ber sig saman við séu með hærri skattbyrðar á fyrirtækjum. Hann telur mikilvægt að minnka skattbyrði heimila.

 

 

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill fara varlega í að setja skattinn í sæti sökudólgs og segir skattbyrði vera komna að efri mörkum.

 

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, sagði verslun þá atvinnugrein sem verst hafi komið út úr hruninu.

 

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, var meðal gesta á fundi um skattbyrði á Íslandi.