Nýlega lauk skiptum á fyrirtækinu Bygginga- húsið ehf. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 21. janúar árið 2014, og hef- ur verið í slitameðferð síðan þá. Það var svo afskráð 7. apríl 2016. Félagið var stofnað árið 2001. Í stjórn félagsins við gjaldþrot þess var aðeins Sveinn Arnar Knútsson, sem jafnframt var framkvæmda- stjóri fyrirtækisins.

Það var að fullu í eigu félagsins félagsins Skagaver ehf., en Sveinn Arnar gegndi hlutverki stjórnar­ formanns og framkvæmdastjóra Skagavers að sama skapi. Skaga­ ver er svo að mestu í eigu sam­ eignarfélagsins Arnarfells, auk Sveins Arnars og Elínar Sigur­ björnsdóttur.

Viðskipti með framvirka samninga

Byggingahúsið var dæmt í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða Landsbankanum rúmlega 80 milljónir króna vegna fram­ virkra samninga í júlí árið 2012. Félagið, sem hafði starfað við smásölu á verkfærum og efni­ við til bygginga, hafði ætlað sér að byggja framtíð rekstursins á kaupum framvirku samninganna.

Byggingahúsinu var þá gert að greiða Landsbankanum 114 þúsund Bandaríkjadali, 642 þús­ und norskar krónur, 932 þúsund sænskar krónur, 32 þúsund pund og 200 þúsund evrur. Samtals nam þessu fjárhæð um 82,1 millj­ ón íslenskra króna. Landsbankinn bauð Bygginga­ húsinu þá að fjárfesta með þeim hætti að gera framvirka kaup­ samninga um viðskipti með ým­ isleg hlutabréf. Í raun væri um að ræða lántöku til hlutabréfakaupa – og að framvirku samningarnir væru einungis birtingarmynd lántökunnar.

Keyptu í Citigroup og Deutsche Bank

Byggingahúsið keypti hlutabréf meðal annars í Citigroup, Store­ brand, Swedebank, ORKLA, Royal Bank of Scotland og Deutsche Bank en samningarnir framvirku voru undirritaðir sum­ arið árið 2008, örskömmu fyrir hrun bankaker sins á Íslandi.

Byggingahúsið og forsvars­ menn fyrirtækisins töldu þá að báðum samningsaðilum hefði verið ljóst við samningagerðina að ef tap myndi verða af þeim og þeir yrðu ekki framlengdir gæti Byggingahúsið ekki stað­ ið undir skuldbindingum sínum við bankans án þess að til auka­ legrar fjármögnunar kæmi frá Landsbankanum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .