*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Erlent 21. október 2015 14:08

Samningar við Starbucks og Fiat sagðir ólöglegir

Evrópsk samkeppnisyfirvöld segja samninga við Fiat og Starbucks vera ólögmæta ríkisaðstoð.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Samningar sem Holland gerði við Starbucks og Lúxemborg gerði við bílaframleiðandann Fiat eru ólöglegir að mati samkeppnisyfirvalda innan Evrópusambandsins. BBC greinir frá.

Margrethe Vestager hjá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins hefur lýst því yfir að samningarnir, sem fólu í sér ýmsa skattaafslætti, feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Bæði Holland og Lúxemborg hafa lýst því yfir að þau séu ekki sammála túlkun samkeppnisyfirvalda og Starbucks hefur sagt að fyrirtækið muni áfrýja ákvörðuninni.

Talið er að fyrirtækin skuldi á milli 20 og 30 milljónir evra vegna málsins, eða á milli 2,8 og 4,3 milljarða króna.

Evrópsk samkeppnisyfirvöld eru einnig að skoða svipaða samninga sem Amaxon og Apple hafa gert við aðildarríki innan Evrópusambandsins.