Umræða átti sér stað á dögunum á spjallvef tengdum Norð- urskautinu, frétta- og upplýsingaveitu um íslenskt nýsköpunarumhverfi, um ákvæði í hluthafasamkomulagi því sem Startup Reykjavík gerir við nýsköpunarfyrirtæki sem það hyggst fjárfesta í. Ákvæði sem var til umræðu er það sem á ensku hefur verði kallað anti-dillution clause en á íslensku gæti það útfærst sem ákvæði gegn þynningu og var nokkuð gagnrýnt af þeim íslensku frumkvöðlum sem tóku þátt í umræðunni.

Segja ákvæðið tryggja Startup Reykjavik ókeypis hlutafé

Ákvæðið felur í sér að komi til þess að aðrir aðilar fjárfesti í fyrirtækinu fyrir minna en 40.000.000 króna þá beri stofnendum fyrirtækisins að tryggja að Startup Reykjavík haldi þrátt fyrir það ennþá 6% hlut í fyrirtækinu. Með öðrum orðum er verið að tryggja að hlutur bankans þynnist ekki út. Í upphafi snerist umræðan helst um það hvað orðalag ákvæðisins fæli í raun í sér og þá hvort bankinn gengi of langt með efni þess. Þannig varpar einn frumkvöðullinn fram þeirri spurningu hvort ekki sé nóg fyrir bankann að hafa ákvæði í samningnum sem gefur Startup Reykjavík rétt til að taka þátt í komandi hlutabréfaútboði vilji það taka þátt í framtíðar­ þróun fyrirtækisins.

Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka, tók þátt í umræðunni og færði rök fyrir ákvæð­ inu sem hann sagði meðal annars til þess fallið að tryggja að Startup Reykjavík verði ekki þynnt út og til að draga að hæfa fjárfesta en það sé einnig gert með hag ný­ sköpunarfyrirtækjanna sjálfra í huga. Tilgangur þess væri helst að koma í veg óeðlileg viðskipti með hlutbréf fyrirtækjannna og hvetja til samstarfs við góða fjárfesta. Frumkvöðlarnir sem tóku þátt í umræðunni féllust að lokum á það með bankanum að ákvæðið sjálft væri ef til vill ekki óeðlilegt en gagnrýndu þó nokkuð útskýringar Einars. Ákvæðið væri vissulega aðeins til staðar til að tryggja hagsmuni bankans sem væri vel. Efni ákvæðisins væri ef til vill eðlilegt en aftur á móti sé það torskilið fyrir nýsköpunarfyrirtæki og bankinn eigi að koma hreint til dyranna með hvað það í raun feli í sér. Það er ókeypis hluti í fyrirtækinu þegar vel gengur.

Fagnar umræðunni

Í viðtali við Viðskiptablaðið segist Einar Gunnar fagna umræðunni enda sé hluthafasamkomulagið mikilvægasta skjalið sem undirritað er á fyrstu skrefum nýsköpunarfyrirtækja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .