*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 1. ágúst 2017 16:24

Samruni IceCare og Artasan

Öll vörumerki félagsins IceCare, sem stofnað var af Ólöfu Rún Tryggvadóttur, munu renna inn í nýja heilsuvörudeild Artasan.

Ritstjórn
Hrund Rudólfsdóttir, stjórnarformaður Artasan og Ólöf Rún Tryggvadóttir, eigandi Icecare takast í hendur við kaupin.
Aðsend mynd

Artasan ehf. hefur keypt rekstur félagsins IceCare ehf. sem stofnað var árið 2010 af Ólöfu Rún Tryggvadóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu, en þar segir að markmið IceCare hafi verið frá upphafi að koma á markað fyrsta flokks heilsuvörum sem bæta heilsu fólks, bæta líðan og fyrirbyggja sjúkdóma.

Fyrirtækið selur mörg vörumerki á þessu sviði og má þar nefna Bio-Kult góðgerlar, Femarelle, GUM tannheilsuvörurnar, Melissa Dream, Hair Volume, Active Liver, iCare vítamín, lífræna hrásúkkulaðið frá Landgarten, Pana Chocolate, Yes lífrænu sleipiefnin og margt fleira.

Öll vörumerki Icecare munu renna inn í nýja heilsuvörudeild hjá Artasan sem Bryndís Hákonardóttir mun stýra eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun og mun og dreifing í verslanir færast til Distica. Framkvæmdastjóri Artasan er Brynjúlfur Guðmundsson.