*

sunnudagur, 21. janúar 2018
Innlent 22. febrúar 2016 08:02

Samruni Icepharma og Yggdrasils samþykktur

Samkeppniseftirlitið telur að það séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samruna Icepharma og Yggdrasils.

Ritstjórn
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fyrirtækjanna Icepharma hf. og Yggdrasils ehf.

Icepharma er sölu- og markaðsfyrirtæki sem selur lyf, hjúkrunarvörur, lækningatæki, heilsutengdar neytendavörur og íþróttavörur. Yggdrasill starfar sem heildsala og sérhæfir sig í að flytja inn, dreifa og kynna lífrænar vörur, þ.e. matvörur, heilsuvörur (fæðubótaefni) og sérvörur (lífrænar snyrtivörur).

Icepharma keypti allt hlutafé í Yggdrasil í desember sl., en kaupin voru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra virka samkeppni, leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu og leiði ekki til þess að samkeppni á markaði muni raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Samkeppniseftirlitið taldi því ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.