Í fréttatilkynningu á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins segir að viðskipti Klettagarða ehf., sem festi nýlega kaup á öllu hlutafé Áltaks ehf, muni ekki koma til með að hindra samkeppni á markaði.

Í tilkynningu eftirlitsins segir að eigendur félaganna séu einnig eigendur að öðrum fyrirtækjum sem starfa á tengdum mörkuðum.

Starfsemi fyrirtækjanna skarist þó ekki á þann hátt að Samkeppniseftirlitið meti sem svo að samruni fyrirtækjanna tveggja muni koma til með að að hindra virka samkeppni. Því sé ákvörðun eftirlitsins sú að óþarft sé að aðhafast nánar vegna samrunans.