Héraðsdómur Suðurlands hefur ógilt tvær ákvarðanir meirihluta hluthafafundar í Vinnslustöðinni hf. Þessar ákvarðanir eru annars vegar um samruna útgerðafélagsins Ufsabergs útgerðar og Vinnslustöðvarinar og hins vegar ákvörðun um að auka við hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf.

Útgerðarfélagið Stilla útgerð hafði krafist ógildingar samrunans fyrir héraðsdómi en eigendur eru minnihlutaeigendur í Vinnslustöðinni en þeir töldu að ákvarðanirnar hefðu ekki verið tekið með hagsmuni fyrirtækisins í huga.

Þetta er í annað sinn sem samruninn kemur til álita dómstóla en Hæstiréttur dæmdi samrunann ógildann í mars 2013 en Héraðsdómur Suðurlands byggir niðurstöðu sína í þessu máli  að miklu leyti á niðurstöðu Hæstaréttar í því máli.

Gengu gegn meginreglu um jafnræði hluthafa

Í þessu máli hafði stjórn Vinnslustöðvarinnar selt Ufsabert útgerð ehf. eigin hluti sem námu 2,5% af hlutafé Vinnslustöðvarinnar en kaupverðið átti að greðiast með afhendingu hlutafjár í Ufsaberg útgerð. Hæstiéttur taldi í málinu frá 2013, sem hérðasdómur vitnar til í niðurstöðu sinni í þessu máli, að kaupsamningurinn á eigin hlutum í Vinnslustöðvinni hafi ekki haft annan tilgang en að virkja atvkæðisrétt eigin hluta Vinnslustöðvarinnar, en eigin hlutir eru atkvæðalausir á hluthafafundum.

Ákvörðun Vinnslustöðvarinnar um aukningu hlutafjár hafi því gengið gegn meginreglur hlutafélagalaga um jafnræði hluthafa, en með ákvörðuninni hafi stjórnin tarkmarkað réttindi minnihluta hluthafa.