Samsett hlutfall í desember var 87,3% en það var 86,2% í desember í fyrra. Samsett hlutfall síðustu 12 mánuði og þar með fyrir árið 2018 er 98,5%.

Nafnhækkun fjárfestingareigna var 0,8% í desember en nafnávöxtun frá áramótum er 8,3%.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum rúmlega 1,2 milljarð króna í tjónabætur í desember og greiddi viðskiptavinum tæplega 16 milljarða í tjónabætur á árinu 2018.

Helgi Bjarnason forstjóri VÍS:

„Samsett hlutfall í desember var vel ásættanlegt, ekki síst fyrir þær sakir að niðurstaðan þýðir að við lokum árinu með samsett hlutfall upp á 98,5%. Það verður að teljast góður árangur miðað við stórtjón á árinu sem farið hefur verið yfir í fjárfestakynningum sem og tjónaþungan október og nóvember. Mikil áhersla á tryggingareksturinn undanfarin misseri hefur nú skilað sér í samsettu hlutfalli undir 99% tvö ár í röð. Þetta gefur að okkar mati góð fyrirheit um framhaldið og sýnir okkur að við séum á réttri leið.“