*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 9. ágúst 2005 08:52

Samskip kaupa Ísstöðina hf. á Dalvík

Ritstjórn

Samskip hafa fest kaup á Ísstöðinni hf. á Dalvík af Óskari Óskarssyni, ásamt 1.000 tonna frystigeymslu. Ísstöðin, sem er þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn, framleiðir og selur ís, leigir út geymslupláss í frystigeymslunni á Dalvík og annast löndunarþjónustu fyrir skip og báta í Dalvíkurhöfn.

Mikið samstarf hefur ætíð verið á milli Samskipa og Ísstöðvarinnar og með kaupunum næst fram umtalsverð samnýting á mannafla og tækjabúnaði. Er markmiðið að efla enn frekar þjónustu Samskipa við viðskiptavini á svæðinu en stór hluti af starfsemi félagsins á Dalvík tengist fiskflutningum og annarri þjónustu við sjávarútveginn. Einnig býður félagið upp á almenna vöruflutninga, vöruhúsaþjónustu og annast rekstur ferjunnar Sæfara.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim