Rannsóknir sem gerðar voru á sjálfstæðum rannsóknarstofum benda til þess að sjónvörp frá Samsung noti minna rafmagn á meðan mælingum stendur heldur en í venjulegri notkun. Fréttamiðillinn the Guardian greinir frá.

Málið hefur verið strax borið saman við Volkswagen málið sem upp komst fyrir stuttu en þá innihéldu bílar frá Volkswagen hugbúnað sem minnkaði útblástur gróðurhúsalofttegunda á meðan mælingum stóð.

Rannsóknirnar benda til misræmis í orkunotkun sjónvarpa frá Samsung en fyrirtækið hefur algerlega neytað því að fyrirtækið hafi sniðgengið reglur um orkunýtni.

Samsung sjónvörpin hafa haft mikla yfirburði í gæðakönnunum hérlendis en sjónvörp frá Samsung voru nýlega valin í 24 af efstu 25 sætunum í gæðakönnun Neytendablaðsins.