Sjónvörp frá Samsung eru í 24 af 25 efstu sætunum í gæðakönnun Neytendablaðsins á sjónvarpstækjum. Könnunin birtist í septemberútgáfu Neytendablaðsins en þar er borinn saman fjöldi sjónvarpstækja frá öllum helstu framleiðendum.

Samsung sjónvarpstæki eru í tólf efstu sætunum en tæki frá Sony er í 13. sæti listans. Sony er eina merkið utan Samsung sem kemst á topp 25 listann. Þrjú efstu tækin í könnuninni eru öll 55 tommu tæki frá Samsung. Tækið sem er í efsta sætinu kostar 599.995 kr. en tækin í öðru og þriðja sæti kostar 329.995 kr. og 369.900 kr. Átta af efst níu Samsung tækjunum á listanum eru 55 tommu tæki.

Í könnnuninni er tækjunum gefin einkunn fyrir myndgæði, hljóðgæði, tengingar, orkunotkun, þægindi í notkun og ofl. Athygli vekur að engin tæki frá þekktum framleiðendum eins og t.d. Philips, Panasonic og LG eru á meðal þeirra 25 bestu samkvæmt þessari könnun Neytendablaðsins.