JPMorgan, Barclays, Citigroup og RBS hafa allir játað sekt sína USB hefur þá játað hlutverk sitt í hafa haft óeðlileg áhrif á millibankavexti á gjaldeyrismarkaði. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í dag var Barclays sektaður mest eða um 2,4 milljarða bandaríkja dala þar sem þeir voru ekki hluti af samkomulagi sem var gert við hina bankanna í nóvember.

Ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Loretta Lynch segir að nánast á hverjum degi í fimm ár frá árinu 2007 hafi verðbréfamiðlarar á gjaldeyrismarkaði notað rafræn einkaspjöll til hagræða vöxtum. „Aðgerðir þeirra sköðuðu fjölmarga neytendur, fjárfesta og stofnanir víðsvegar í heiminum,“ segir Lynch.

Kamal Ahmed, ritstjóri BBC business, segir að ef bankarnir haldi nú að þeir séu lausir allra máli ættu þeir að hugsa sig tvisvar um. Til mynda er enn verið að rannsaka Barclays út frá öðrum ásökunum um markaðsmisnotkun. Einnig er verið að rannsaka fyrrnefndan banka útaf fjármögnun þeirra í Katar á tímum fjármálakreppunnar. Öruggt er að segja að ekki lítur út fyrir að öll kurl séu komin til grafar í þessum málum.