*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 1. júní 2018 10:13

Samþykkja gagnkvæm atvinnuréttindi

Ísland og Japan hafa samþykkt að auðvelda ungu fólki að fara á milli og vinna auk þess sem stofnaður hefur verið ferðasjóður.

Ritstjórn
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Taro Kono utanríkisráðherra Japans og fríðu föruneyti.
Aðsend mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Taro Kono utanríkisráðherra Japans hafa staðfest samkomulag milli ríkjanna um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli ríkjanna.

Samkomulaginu er ætlað að efla viðskiptasamband ríkjanna með því að gefa ungu fólki frá báðum löndum tækifæri á því að kynnast atvinnulífi landanna. Nú þegar styðja japanska og íslenska ríkið ásamt þarlendum háskólum rausnarlega við unga námsmenn.

Auk þess hafa fjölmörg fyrirtæki ásamt Viðskiptaráði Íslands, Íslenska viðskiptaráðinu í Japan og Japansk-Íslenska viðskiptaráðinu ákveðið að styðja við verkefnið með fjármunum í ferðasjóð fyrir þá sem vilja nýta sér þetta tækifæri.

Lögðu ofangreindir aðilar, ásamt Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur, Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa samanlagt 1,6 milljónir í sjóðinn sem vistaður verður hjá Japansk-íslenska viðskiptaráðinu í Reykjavík.

Segir í tilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands að leitast verði við að efla sjóðinn enn frekar með framlögum frá áhugasömum fyrirtækjum. Jafnframt mun össur, sem hefur mikla starfsemi í Japan, auglýsa eftir ungu fólki frá Íslandi sem hefur áhuga á að koma til starfa hjá félaginu. Meðal annars til undirbúnings að aðkomu Össurar hf. að Ólympíuleikum fatlaðra árið 2020.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim