Samkeppniseftirlitið í Færeyjum hefur samþykkt kaup fyrirtækisins P/F Magn á 70% hlut í þjónustufyrirtækinu Demich en það sérhæfir sig í umhverfisvænum húshitunarlausnum í Færeyjum. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Dótturfélagið Magn er með starfsemi í Færeyjum og rekur ellefu smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar auk þess að reka tvær birgðastöðvar.

„Við þjónustum þúsundir heimila í Færeyjum og ætlum áfram að vera leiðandi á húshitunarmarkaðnum. Kaupin á Demich styrkja vöruframboð okkar, við getum náð fram hagræðingu í sameiginlegum rekstri og erum í betri stöðu til að nýta tækifærin sem eru framundan. Það mun taka tíma að innleiða græna orkugjafa í Færeyjum, en ef stjórnvöld auka samkeppni og frelsi á raforkumarkaði má flýta þeirri þróun og auka hagkvæmni neytendum til hagsbóta,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við Fréttablaðið.