Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Jómfrúarinnar eignarhaldsfélags ehf. og Snaps ehf.

Jómfrúin eignarhaldsfélag keypti 100% hlutafjár í Snaps fyrir stuttu. Báðir aðilar starfa á sama markaði, en markaðshlutdeild þeirra er ekki slík að samruni geti hindrað virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist að sögn eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið segir einnig að markaðurinn hafi óverulegar aðgangshindranir og að á honum sé virk samkeppni.

Samkeppniseftirlitið taldi því að ekki væri  ástæða til þess að aðhafast vegna þessa samrunans.