Fyrr á þessu ári var tilkynnt um 26 milljarða dala kauptilboð Microsoft í atvinnu-samfélagsmiðilinn LinkedIn. Tilboðinu var tekið af LinkedIn, en félögin hafa nú beðið eftir grænaljósinu frá samkeppnisyfirvöldum.

Samkeppnisyfirvöld ESB samþykktu yfirtökuna fyrr í dag, en Microsoft hafði hlotið samþykki fyrir yfirtökunni frá yfirvöldum í Bandaríkjunum, Kanada, Brasilíu og Suður-Afríku fyrr á árinu.

Tæknirisinn fékk samþykki evrópsku yfirvaldanna þó með ákveðnum skilyrðum. Félagið þarf til að mynda að tryggja samkeppnisaðilum sínum aðgang að Office add-in og Microsoft Graph.

Salesforce, sem náði ekki að yfirbjóða Microsoft í þessum viðskiptum, hafði hvatt yfirvöld til þess að leggja Microsoft línurnar.