Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt að greiða 120 milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Vísir greinir frá þessu.

Þar kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt með 99,99% atkvæða á kröfuhafafundi fyrr í dag. Fjárhæðin samsvarar um 14% af eignum Kaupþings.

Í frétt Vísis segir að á fundinum hafi komið fram að greiðsla stöðugleikaskatts hefði numið 330 milljörðum króna hefði þurft að greiða hann að fullu.

Einnig var samþykkt á fundinum að leggja til hliðar tíu milljarða króna í skaðleysissjóð, til þess að forða megi einstaklingum í slitastjórn Kaupþings frá kostnaði vegna mögulegra málaferla af hendi einstakra kröfuhafa.