Seðlabanki Íslands hélt útboð þann 16. júní síðastliðinn. Þá voru aflandskrónueignir seldar gegn greiðslu reiðufjár í erlendum gjaldeyri. Óskað var eftir tilboðum í þessar aflandskrónueignir.  Alls 1.646 tilboð um sölu á aflandskrónueignum bárust eftir að tilkynnt var um útboðið. Af þessum tilboðum var 1.619 tilboðum tekið á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra.

Í framhaldi af niðurstöðu útboðsins bauðst Seðlabankinn til að kaupa aflandskrónueignir sem ekki voru seldar í útboðinu á genginu 190 krónur á hverja evru. Áætlað var að gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um rúma 47 milljarða króna í kjölfar útboðsins.

Nú liggja fyrir endanlegar tölur um niðurstöðu gjaldeyrisútboðsins 16. júní sl. að teknu tilliti til viðskipta sem áttu sér stað á grundvelli tilboðs Seðlabanka Íslands hinn 21. júní sl. Alls bárust 1.715 tilboð og var 1.688 tilboðum tekið eða 98,4% af fjölda tilboða. Fjárhæð samþykktra tilboða nam um 83 ma.kr. af 188 ma.kr. sem boðnar voru í útboðinu og í tilboðsferlinu í kjölfar útboðsins. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands minnkar um rúmlega 54 ma.kr. í kjölfar útboðsins.