*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 30. nóvember 2018 09:28

Samþykktu hlutafjáraukningu

Samþykkta tillagan snerist um það að hlutafé Icelandair yrði aukið um 625 milljónir hluta að nafnvirði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hluthafafundur Icelandair hefur samþykkt hlutafjáraukningu sem var ein af þremur tillögum sem lagðar voru fyrir fundinn í morgun. Hinar tvær tillögurnar sneru að fyrirhuguðum kaupum á Wow air en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær þá varð ekkert af kaupunum.

Samþykkta tillagan snerist um það að hlutafé Icelandair yrði aukið um 625 milljónir hluta að nafnvirði. Nú mun félagið því halda halda hlutafjárútboð fyrir núverandi hluthafa félagsins sem ljúka mun 14. desember og greiðsla á að berast fyrir áramót.

Í fyrsta lagi verða 499 milljónir hluta seldir í lokuðu hlutafjárútboði til núverandi hluthafa þar sem hver hluthafi megi ekki kaupa hluti fyrir minna en 100 þúsund evrur, um 14 milljónir íslenskra króna. Því útboði á að ljúka 14. desember og skal greiðsla hafa borist fyrir áramót eins og áður segir. Gengi hluta í hlutafjárútboðinu verður miðað við ákvörðun stjórnar þremur dögum fyrir hlutafjárútboð.

Í síðari hluta útboðsins mun Icelandair selja hluthöfum og hugsanlega öðrum aðilum 126 milljónum hluta til viðbótar. Fjöldi hluta í síðari hlutanum kann að aukast ef ekki tekst að selja alla 449 milljón hlutina í fyrra útboðinu. Þar munu hluthafar hafa forgang á nýja hluti hafi þeir ekki tekið þátt í fyrra útboðinu. Þar skulu hlutirnir seldir að hámarki á sama gengi og boðið verður í lokaða útboðinu. 

Stikkorð: Icelandair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim