Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjávarkaupa, er nýr inn í bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans sem fram fór í gær. Kemur hann í stað Magnúsar Péturssonar hagfræðings sem verið hefur varaformaður bankaráðsins.

Samúel var eini varamaður ráðsins en þau Guðrún Ó. Blöndal og Þorvaldur Jacobsen verða varamenn í hans stað. Guðrún hefur verið framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar frá árinu 2013 fram á þetta ár, en Þorvaldur, sem starfaði lengi hjá bæði Nýherja og VÍS, er ráðgjafi hjá Valcon Consulting.

Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs, Berglind Svavarsdóttir hæstaréttarlögmaður, Einar Þór Bjarnason stjórnarformaður Intellecta ehf., Hersir Sigurgeirsson dósent við HÍ, Jón Guðmann Pétursson fyrrum forstjóri Hampiðjunnar, Samúel Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjávarkaupa, Hreinlætislausna og fleiri fyrirtækja ásamt Sigríði Benediktsdóttur sem starfar við Yale háskólann halda öll áfram í ráðinu frá fyrra ári.