*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 10. janúar 2015 09:46

Sannfærðir um að N-Kórea hafi staðið að baki árás

Yfirmaður FBI spáir því að Norður-Kórea muni framkvæma fleiri tölvuárásir á næstunni.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Yfirmaður FBI, James Comey, segist sannfærður um að Norður-Kórea hafi verið á bak við tölvuárás á stórfyrirtækið Sony.

Comey sagði í vikunni að hótanir gegn Sony hefðu verið raktar til IP talna sem eingöngu Norður- Kóreumenn noti. Þetta sagði hann á tölvuöryggisráðstefnu í Fordham háskóla í New York.

Comey segir að Norður-Kóreumenn hafi reynt að hylja slóð sína en ekki í öllum tilfellum. Hann spáði því jafnframt að fleiri tölvuárásir af þessu tagi yrðu gerðar á næstunni.

Tölvuárásin á Sony var gerð í lok síðasta árs og hafði miklar afleiðingar í för með sér, meðal annars á útgáfu myndarinnar The Interview, þar sem Norður-Kórea kemur við sögu.

Stikkorð: Sony Norður-Kórea
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim