*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 21. júlí 2017 17:15

Sean Spicer segir upp í Hvíta húsinu

Talsmaður Hvíta hússins hefur sagt upp störfum vegna óánægju með ráðningu nýs samskiptastjóra.

Ritstjórn
epa

Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins hefur sagt upp störfum. Spicer var mjög óánægður með að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ráðið Anthony Scaramucci sem samskiptastjóra Hvíta hússins og sagði hann því upp störfum samkvæmt frétt Wall Street Journal.

Spicer greindi samskiptateymi Hvíta hússins frá ákvörðun sinni í dag. Þakkaði hann starfsfólki sýni fyrir samstarfið og sagðist ætla hjálpa til við að takast á við þær breytingar sem munu eiga sér stað. 

Scaramucci er stofnandi fjárfestingafyrirtækisins SkyBridge Capital. Hann hefur verið tíður gestur í sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum þar sem hann hefur talað fyrir málefnum Trump. 

Hvíta húsið hefur verið í leit að nýjum samskiptastjóra eftir að Mike Dubke sagði upp störfum í maí síðastliðnum.