Bill Gross stofnanandi sjóðstýringarfyrirtækisins Pimco segir að Seðlabanki Bandaríkjanna verði að fara varlega í því að hækka stýrivexti hann vilji koma í veg fyrir samdrátt (e.recession) í bandarísku efnahagslíf. Segir hann að ekki þurfti mikla stýrivaxtahækkun til að þeir sem er með námslán, fyrirtæki og aðrir lántakendur gætu lent í vandræðum með að greiða af lánum sínum. Bloomberg greinir frá.

Hinn 73 ára gamli Gross sem stýrir nú Janus Henderson Global Unconstrained skuldabréfasjóðnum sagði einnig að seðlabankinn og fjárfestar verði að líta á varfærnislega á aukið aðhald í peningamálum.

Bendir Gross á að ef stýrivextir hækki hraðar en langtímavextir á markaði verði það til þess að vaxtaferillinn verði flatari sem í sögulegu samhengi hefur oft verið undanfari samdráttar. Segir hann að þessi staða hafi verið upp töluvert áður en fjármálakrísan reið yfir á árunum 2007 - 2009.  „Þar sem stýrivextir hafa verið lágir í langan tíma þarf ekki mikla hækkun til að snúa stöðunni í hagkerfinu við."

Í júní síðastliðnum sagði Gross að áhættustig á mörkuðum hafi ekki verið hærra síðan á árunum fyrir 2008. Sagði hann að fjárfestar væru að borga hátt verð fyrir fjárfestingar sínar. Í staðinn fyrir að fjárfestar væru að kaupa lágt og selja hátt sagði hann að fjárfestar væru að kaupa hátt og krosslögðu svo fingur. Kenndi hann peningastefnu seðlabanka heimsins um þessa stöðu þar sem lágt vaxtastig keyri eignaverð upp án þess að skapa raunverulegan vöxt í hagkerfinu.