Luis Caputo, seðlabankastjóri Argentínu, hefur sagt upp störfum eftir aðeins þrjá mánuði í starfi. Forseti landsins Kauricio Macri hefur reynt eftir fremsta megni að bæta viðhorf fjárfesta gagnvart landinu sem hefur gengið í gegnum mikla gjaldeyriskreppu á undanförnum mánuðum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Í tilkynningu frá Seðlabankanum þar í landi er sagt að afsögnin sé tilkomin af persónulegum ástæðum og hann trúir því staðfastlega að nýr samningur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn mun endurreisa væntingar fólks til peninga-, fjármála- og gengisstefnuna.

Arftaki Caputo er Guido Sandleris, sem hefur starfað sem ráðherra efnahagsstefnu landsins og einnig sem prófessor við London School of Economics.

Luis Caputo var ráðinn Seðlabankastjóri Argentínu í júní síðastliðnum og var skipan hans harðlega gagnrýnd þar í landi og meðal annars sögð vekja upp spurningar hvort stjórnvöld ætli sér í raun að ýta undir sjálfstæði Seðlabankans.