Lögregluyfirvöld í Lettlandi, sem berjast gegn spillingarmálum, segja seðlabankastjóra landsins, Ilmars Rimsevics, hafa verið settur í gæsluvarðhald vegna ásakana um að hafa farið fram á mútugreiðslur.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær var Seðlabankastjórinn yfirheyrður í 8 klukkustundur en hann hefur verið í starfinu frá árinu 2001. Jafnframt hefur Rimsevics verið nefndarmaður í bankaráði Seðlabanka Evrópu frá árinu 2014.

„Rannsóknin beinist að því að hann hafi farið fram á mútugreiðslur að fjárhæð að lágmarki 100 þúsund evrur,“ sagði Jekabs Straume, yfirmaður sérstakrar deildar sem berst gegn spillingu. Það gerir um 12,5 milljónir íslenskra króna.

Á sama tíma tilkynntu stjórnvöld í landinu, þó Straume segir að sem stendur tengist það málinu ekki, að Evrópski seðlabankinn hefur stöðvað allar greiðslur til ABLV Bank, þriðju stærstu lánastofnunar landsins, í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld sökuðu hann um að taka þátt í peningaþvætti. Þetta kemur fram á vefnum news.trust.com .