*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 14. júní 2018 19:02

Seðlabanki Evrópu hættir örvunaraðgerðum

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hefur gefið það út að bankinn muni hætta magnbundinni íhlutun (e. Quantitive easing).

Ritstjórn
Mario Draghi, Seðlabankastjóri Evrópu.
epa

Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að þeir ætli að hætta magnbundinni íhlutun (e. Quantitive easing) í lok þessa árs. Þessu lýsti seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, yfir á blaðamannafundi í morgun.

Undanfarin ár hefur seðlabankinn staðið í umfangsmiklum skuldabréfakaupum til þess að þrýsta upp nafnvöxtum á evrusvæðinu til að koma í veg fyrir það sem kallast lausafjárgildra (e. Liquidity trap). En það er þegar vextir eru mjög lágir en á sama tíma er sparnaðarhlutfall hátt þannig að peningastefnan hefur engin áhrif. 

Á blaðamannafundinum lýsti Draghi því yfir að vextir á evrusvæðinu myndu haldast lágir næstu tvö árin. 

Seðlabanki Evrópu hefur einnig hækkað verðbólguvæntingar sínar úr 1,4% í 1,7% en verðbólgumarkmið bankans er 2%. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim