*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Erlent 14. júní 2018 19:02

Seðlabanki Evrópu hættir örvunaraðgerðum

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hefur gefið það út að bankinn muni hætta magnbundinni íhlutun (e. Quantitive easing).

Ritstjórn
Mario Draghi, Seðlabankastjóri Evrópu.
epa

Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að þeir ætli að hætta magnbundinni íhlutun (e. Quantitive easing) í lok þessa árs. Þessu lýsti seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, yfir á blaðamannafundi í morgun.

Undanfarin ár hefur seðlabankinn staðið í umfangsmiklum skuldabréfakaupum til þess að þrýsta upp nafnvöxtum á evrusvæðinu til að koma í veg fyrir það sem kallast lausafjárgildra (e. Liquidity trap). En það er þegar vextir eru mjög lágir en á sama tíma er sparnaðarhlutfall hátt þannig að peningastefnan hefur engin áhrif. 

Á blaðamannafundinum lýsti Draghi því yfir að vextir á evrusvæðinu myndu haldast lágir næstu tvö árin. 

Seðlabanki Evrópu hefur einnig hækkað verðbólguvæntingar sínar úr 1,4% í 1,7% en verðbólgumarkmið bankans er 2%.