*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 14. nóvember 2018 18:08

Seðlabankinn greip inn í

Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í þriðja skiptið í haust í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkað kl 11 í dag. Það var RÚV sem greindi fyrst frá inngripinu og hefur það verið staðfest af seðlabankanum. Er þetta í þriðja skiptið í haust sem Seðlabankinn grípurinn í gjaldeyrismarkaðinn. Ekki hefur fengist gefið upp hve stórt inngripið var en leiða má líkur að því að það hafi numið 9 milljónum evra líkt og stærð síðustu tveggja inngripa. 

Það sem vekur athygli við þetta inngrip er að gengi krónunnar hafði veikst um 0,7% gagnvart evru þegar inngripið átti sér stað. Í síðustu tveimur inngripum hefur dagslækkunin verið farinn yfir 2% þegar bankinn hefur gripið inn í. Við inngripið styrktist gengi krónunnar um 1% en í lok dags var það nær óbreytt gagnvart evru og stendur miðgengi evru nú 140,35 krónum. Þrátt fyrir að dagsveikingin hafi verið minni en í fyrri inngripum benti einn viðmælandi Viðskiptablaðsins á gjaldeyrismarkaði á þegar inngripið átti sér stað hafi veiking síðustu þriggja daga numið 2,01% sem er sama viðmið og varð til þess að Seðlabankinn greip inn í í síðustu tvö skipti.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim