Lokagjaldeyrisútboð Seðlabankans fyrir aflandskrónur verður haldið fimmtudaginn 16. júní. Frestur til að skila inn tilboðum mun renna út klukkan 14 þann dag, en tilboð geta hafist klukkan 10 um morguninn.

Útboðið er liður í heildstæðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarninnar og Seðlabanka Íslands um losun fjármagnshafta en um helgina var enn hert á höftunum til undirbúnings útboðinu. Í tilvikum þar sem ríkisbréf, ríkisvíxlar eða íbúðabréf verða notuð sem greiðsla fyrir gjaldeyri verður endurkaupaverðið birt þann 10. júní.

Síðasta tækifærið

Útboðsfyrirkomulagið verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði, en verð seldra evra mun ráðast af þátttöku í útboðinu samkvæmt töflu sem gefin er út í fréttatilkynningu Seðlabankans og birt er hér að neðan.

Þar er jafnframt vakin athygli á því að þetta útboð verði það síðasta þar sem eigendum aflandskróna býðst að kaupa erlendan gjaldeyri áður stjórnvöld hefja losun hafta á innlenda aðila eins og lífeyrissjóði, einstaklinga og aðra lögaðila.

Tilboðstafla aflandskrónueigna fyrir lokagjaldeyrisútboð Seðlabankans
Tilboðstafla aflandskrónueigna fyrir lokagjaldeyrisútboð Seðlabankans