Auka þarf útflutningsverðmæti vöru og þjónustu til ársins 2030 til að Íslandi haldi efnahagslegum styrk. Þetta kom fram í ræðu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra á aðalfundi Íslandsstofu í vikunni.

Á fundinum boðaði hún samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs og að stefnumótun í útflutningsþjónustu yrði skerpt til langs tíma. Aðgerðirnar byggja á tillögum starfshóps sem skipaður var árið 2013.

„Fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Við erum á beinni leið en því fylgir líka ábyrgð. Eins og dæmin sanna er auðvelt að misstíga sig í uppsveiflunni. Það væri til einskis sáð ef við ekki gætum að rótunum og förum að öllu með gát.“