*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 19. desember 2017 11:39

Segir Björn Inga hafa hótað sér

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum útgefandi Pressunnar og Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, eiga í miklum deilum.

Ritstjórn
Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, átti hlut í Pressunni sem nú hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og einn eigandi Pressunnar, sem tekin hefur verið til gjaldþrotaskipta, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um greinaskrif Björns Inga Hrafnssonar í Morgunblaðinu. Yfirlýsingin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Þar segir Árni að Björn Ingi hafi sent sér hótun um að ef ný stjórn yrði kosin í Pressunni myndi hann fara í fjölmiðlaherferð til að rægja sig og Róbert Wessmann. Það hafi þó ekki verið í fyrsta sinn sem slík hótun hafi borist en í þetta skiptið hafi hún verið nánar útlistuð í skriflegu máli.

„Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma mér því ekki á óvart enda maðurinn í mínum huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef haft afskipti af. Það kemur mér hins vegar á óvart að Morgunblaðið og mbl.is hafi ákveðið að verða birtingarform einhliða níðgreina Björns Inga,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir Árni að Pressumálið sé frá sínu sjónarhorni ekki flókið. Hann og fleiri hafi tapað talsverðum fjármunum á félaginu. Félagið hafi verið ógjaldfært og þegar það sé staðan sé rétt að kalla til opinberan sýslunarmann til að gæta þess að rétt sé staðið að málum.

Í grein sem Björn Ingi skrifar í Morgunblaðinu í gær sagði hann að Árni og Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, hefðu viljað knýja Pressuna í þrot og hafi ráðið lögfræðing til þess að taka að sér að kalla til hluthafafundar til þess að slíkt væri hægt.

Jafnframt að Árni hafi vitað af skuld Pressunnar við Tollstjóra og lofað hlutafjáraukning til þess að greiða þá skuld upp en ekki staðið við orð sín.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim