*

föstudagur, 24. maí 2019
Erlent 10. október 2018 17:00

Segir engan í heiminum hæfari en dóttir sín

Donald Trump, lét hafa það eftir sér að enginn í heiminum sé hæfari en dóttir sín, Ivanka Trump, til að taka við af Nikki Haley.

Ritstjórn
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
epa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét hafa það eftir sér að enginn í heiminum sé hæfari en dóttir sín, Ivanka Trump, til að taka við af Nikki Haley sem fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum. Þetta kemur fram á vef Independent.

Í gær var greint frá því að Nikki Haley hafi sagt upp störfum sem fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum. Hún mun láta af störfum í lok þessa árs. 

Forsetinn líkti dóttur sinni við dínamít þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Hvíta húsið. Hann segist þó ekki geta ráðið dóttur sína í starf fastafulltrúa sökum þess að þá yrði hann sakaður um klíkuskap.

Dóttir forsetans sagði í kjölfarið í færslu á Twitter síðu sinni að hún sé sannfærð um að faðir sinn muni tilnefna einhvern framúrskarandi til að koma í stað Haley en útilokaði jafnframt að það yrði hún sjálf.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim